Bíósýning í Listasafninu á Akureyri

Bíósýning í Listasafninu á Akureyri

Sunnudaginn 14. mars kl. 17 verður bíósýning í Listasafninu á Akureyri, sal 10, en þar verða sýndar 13 sérvaldar stuttmyndir frá 1898-1907 eftir frönsku kvikmyndagerðakonuna Alice Guy.

Alice Guy er talin vera fyrsti kvenleikstjóri leikinnar kvikmyndar. Hún hlaut mikla viðurkenningu í sínu fagi sem telst óvenjulegt í bransa sem hafði áður eingöngu verið opinn körlum. Fram til 1907 var Guy afar áhrifamikil hjá Gaumont framleiðslufyrirtækinu sem leikstjóri, listrænn stjórnandi, handritahöfundur og tæknimaður.

Enginn aðgangseyrir. Sýningin er 50 mínútur að lengd og er styrkt af Institut Francais.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó