Gæludýr.is

Berglind Ósk sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra

Berglind Ósk sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra

Berglind Ósk Guðmundsdóttir gefur kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra fyrir Alþingiskosningar 2021.

Berglind Ósk, 27 ára, er starfandi lögfræðingur hjá Háskólanum á Akureyri, stjórnarformaður Fallorku og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Berglind situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna og stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna auk þess er hún í stjórn sjálfstæðisfélagsins á Akureyri og stjórn ungra sjálfstæðismanna á Akureyri. Berglind Ósk á eina dóttur, Emilíu Margrét 5 ára og sambýlismaður hennar er Daníel Matthíasson.

Sjá einnig: Grænir frasar

Berglind Ósk vill leggja áherslur sínar á að efla ungt fólk til góðra verka. Hún telur að styrkja þurfi landsbyggðina til að vega á móti öflugu höfuðborgarsvæði, meðal annars með því að treysta innviði á landsbyggðinni, einna helst með traustum samgöngum, tryggri raforku, fjölbreyttara menntakerfi og öflugu heilbrigðiskerfi.

Þá telur hún að það þurfi að tryggja fjölbreytt atvinnutækifæri á landsbyggðinni og vill sérstaklega leggja kapp á að auka sérfræðistörf á landsbyggðinni og færa opinber störf út á land í meiri mæli.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó