Gæludýr.is

Bein flug til Færeyja frá Akureyri í febrúar og marsHorft yfir Færeyjar út um flugvélarglugga. Ljósmynd: Kaffið/RFJ.

Bein flug til Færeyja frá Akureyri í febrúar og mars

Færeyska ferðaskrifstofan Tur hefur gefið það út að hún muni bjóða upp á ferðir milli Akureyrar og Færeyja í febrúar og mars 2025. Ferðaskrifstofan hefur undanfarin ár skipulagt skíðaferðir til Akureyrar fyrir Færeyinga sem hefur gefið Akureyringum tækifæri til þess að nýta flugferðirnar og skella sér til þessa vinalands okkar í Atlantshafi. Nú liggur það fyrir að leikurinn verður endurtekinn á næsta ári.

Farnar verða 2 ferðir árið 2025, sú fyrri dagana 27. febrúar – 2. mars og sú seinni frá 6. mars til 9. mars. Hægt er að versla heila ferðapakka frá Tur sem innihalda flug, gistingu og far milli flugvallar og hótels, en einnig er hægt að kaupa staka flugmiða. Frekari upplýsingar og bókanir er hægt að finna á heimasíðu Tur með því að smella hér.

Tur hefur ákveðið að bjóða lesendum Kaffisins sérkjör á ferðum sínum til Færeyja. Lesendur fá 7% afslátt með kóðanum „kaffid.is“ þegar bókað er í gegnum heimasíðu Tur.

Fréttin hefur verið uppfærð. Ferðaskrifstofan Tur er samstarfsaðili Kaffisins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó