NTC

Bætt kjör kennara kosta Akureyrarbæ 250 milljónir

Kennarar hafa barist með kjafti og klóm fyrir bættum kjörum. Þessi mynd er frá samstöðufundi kennara í Ráðhúsinu fyrr í vetur.

Kennarar hafa barist með kjafti og klóm fyrir bættum kjörum. Þessi mynd er frá samstöðufundi kennara í Ráðhúsinu fyrr í vetur.

Samkomulag á milli Félags grunnskólakennara og samninganefndar sveitarfélaga um nýjan kjarasamning kennara náðist á dögunum eftir mikið japl, jaml og fuður undanfarnar vikur og mánuði.

Sjá einnig: Kennarar fylltu Ráðhúsið við afhendingu undirskriftarlista

Nýr samningur kveður á um hækkun launa um 7,3% og tók sú breyting gildi 1.desember síðastliðinn. Þá eiga laun kennara að hækka um 3,5% þann 1.mars næstkomandi. Samningurinn felur einnig í sér að þann 1.janúar næstkomandi fái hver starfsmaður, sem var í fullu starfi í desember, sérstaka eingreiðslu upp á 204 þúsund krónur.

Fyrir Akureyrarbæ þýðir þetta útgjaldaaukninginu upp á 250 milljónir að því er segir á vef Vikudags en þar er vitnað í Guðmund Baldvin Guðmundsson, formann bæjarráðs.

,,Í þeirri fjárhagsáætlun sem við erum að ganga frá þessa dagana er gert ráð fyrir launapotti vegna ófrágenginna samninga upp á 250 milljónir króna þannig að út frá því erum við nokkuð vel í stakk búin til að takast á við þessa hækkun,“ er meðal þess sem Guðmundur Baldvin segir í skriflegu svari til Vikudags.

Sjá einnig

Krafa frá kennurum til sveitafélaga

Konni Conga – ,,Viljum við ekki að kennararnir okkar séu ánægðir?“

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó