Geir Sveinsson þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik hefur valið þá 17 leikmenn sem taka þátt í leikjunum gegn Tékkum og Úkraínumönnum í undankeppni EM.
Mikil spenna er í rðilinum en Tékkland, Makedónía, Ísland og Úkraínu eru öll með 4 stig. Tvær efstu þjóðirnar komast inn á lokamótið sjálft sem fram fer í Króatíu.
Tveir Akureyringar eru í hópnum en það eru nafnarnir Arnór Þór Gunnarsson oog Arnór Atlason.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Aron Rafn Eðvarðsson, Bietgiheim
Björgvin Páll Gústavsson, Bergischer
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad
Arnór Atlason, Aalborg Håndbold
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer
Aron Pálmarsson, Veszprém
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Bjarki Már Elísson, Füche Berlin
Bjarki Már Gunnarsson, EHV Aue
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen
Gunnar Steinn Jónsson, IFK Kristianstad
Janus Daði Smárason, Aalborg Håndbold
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad
Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbold
Rúnar Kárason, TSV Hannover/Burgdorf
Ýmir Örn Gíslason, Val
UMMÆLI