NTC

Arnar Þór Fylkisson bestur hjá Akureyri Handboltafélagi

mynd akureyri-hand.is

Lokahóf Akureyrar Handboltafélags fór fram í gærkvöldi í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Liðið vann Grill 66 deildina í vetur og mun því aftur leika í efstu deild  næsta vetur eftir eins árs fjarveru. Í bikarkeppninni gekk ekki eins vel og í deildinni en liðið datt út í 16-liði úrslitum eftir naumt tap gegn Gróttu 28-29.

Akureyri lék því alls 20 leiki í vetur, sigraði sextán, tapaði tveimur og tveimur lauk með jafntefli.

Ungmennalið Akureyrar átti ágætis tímabil og var aðeins einum sigri frá því að vinna sér sæti í Grill 66-deildinni. Akureyri U lék 18 leiki í 2.deild karla, sigraði tólf en tapaði sex. Liðið mun því leika í sömu deild á næstu leiktíð.

Á lokahófinu í gær voru veitt verðlaun til þeirra leikmanna sem þóttu skara fram úr í vetur.

Akureyri

Besti leikmaður: Arnar Þór Fylkisson
Besti sóknarmaður: Patrekur Stefánsson
Besti varnarmaður: Friðrik Svavarsson
Efnilegastur: Hafþór Már Vignisson

Akureyri U

Besti leikmaður: Sigmar Pálsson
Besti sóknarmaður: 
Jason Orri Geirsson
Besti varnarmaður: 
Óðinn Freyr Heiðmarsson
Efnilegastur: 
Aron Ingi Heiðmarsson

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó