Framsókn

Arna Sif valin íþróttamaður Vals árið 2023

Arna Sif valin íþróttamaður Vals árið 2023

Akureyringurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir var valin íþróttamaður Vals árið 2023. Arna Sif spilar fótbolta með Val í Reykjavík og varð Íslandsmeistari með liðinu á árinu sem var að líða. Þá var hún valinn besti leikmaður Íslandsmótsins af sérfræðingum Bestu markanna á Stöð 2 sport sem og hjá Heimavellinum.

„Íþróttamaður Vals 2023 er þekktur fyrir að sýna ávalt góða og fágaða framkomu hvort sem er innan eða utan vallar,“ segir í tilkynningu Vals.

Arna Sif átti ekki heimangengt að Hlíðarenda í gær þegar verðlaunin voru afhent þar sem hún var stödd á heimahögum sínum norður á Akureyri.

Ég er gríðarlega stolt og þakklát fyrir þessa viðurkenningu. Það er mikill heiður að vera valin íþróttamaður ársins hjá félagi sem er í hæsta gæðaflokki í öllum greinum. Fyrst og fremst vil ég þakka fyrir mig og um leið þakka liðsfélögunum mínum og öllum Völsurum fyrir frábært ár – Við höldum áfram, áfram hærra,“ sagði Arna Sif við heimasíðu Vals eftir tilkynninguna.

VG

UMMÆLI

Sambíó