Nemendur Glerárskóla sökktu sér í bókalestur í tveggja vikna lestrarátaki sem vakti mikla lukku. Samtals lásu nemendur 1.841 klukkustund, eða um 6 klukkustundir að meðaltali á nemanda. Fimmti bekkur sigraði keppnina með 9,27 klukkustunda meðallestri á nemanda og 204 klukkustundir alls. Á yngsta stigi var fjórði bekkur lestrarhestar þess sviðs með 5,21 klukkustund að jafnaði og á unglingastigi var 10 SVB efstur með 8,53 klukkustundir.
Lestrarátakið var sett upp sem bekkjakeppni með niðurteljurum og súluritum til að fylgjast með árangri. Nemendur völdu krefjandi bækur, skráðu lestrartíma sinn og jafnvel staðsetninguna, sem var á alls kyns stöðum eins og í flugvél eða sumarbústöðum. Átakið hefur reynst mikil hvatning til lestrar og eflt bæði lesfærni og lesskilning nemenda.
Á vef Akureyrarbæjar er hægt að lesa nánar um átakið.