Anna María Alfreðsdóttir í 17 sæti á HM

Anna María Alfreðsdóttir í 17 sæti á HM

Anna María Alfreðsdóttir í Íþróttafélaginu Akri á Akureyri keppti á HM í bogfimi utandyra í Berlín Þýskalandi. Mótið var haldið 31 júlí til 6 ágúst.

Anna endaði í 17 sæti ásamt liðsfélögum sínum Astrid Daxböck og Ewa Ploszaj í trissuboga kvenna liðakeppni. Liðið var slegið út af HM í 24 liða útsláttarkeppni gegn Ítalíu 222-190.

Anna skipaði blandaða lið Íslands á HM (mixed team 1kk+1kvk) ásamt liðsfélaga sínum og pabba Alfreð Birgisson. Þau enduðu í 39 sæti í blandaðri liðakeppni á HM.

Í undankeppni einstaklinga endaði Anna í 80. sæti og Anna hélt því áfram í útsláttarkeppni HM þar sem að efstu 104 halda áfram eftir undankeppni. Þar mætti Anna hinni Bandarísku Olivia Dean í fyrsta útslætti. Olivia hafði betur í leiknum og Anna endaði því í 57 sæti einstaklinga á HM.

Nánari upplýsingar er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó