Í tilefni af alþjóðlegum kvenréttindadegi, 8. mars síðastliðinn hlaut Aflið styrk að upphæð 10.000 bandaríkjadala, sem samsvarar um 1,4 milljón króna, frá Samfélagssjóði Alcoa (Alcoa Foundation). Styrkurinn mun styðja við starfsemi Aflsins á Austurlandi og efla þjónustuna þar.
Erla Hrönn, framkvæmdastýra Aflsins, sagði í viðtali við Önnu H. Pálsdóttur hjá Alcoa, að Aflið leggi áherslu á að þjónusta við þolendur ofbeldis ætti ekki að ráðast af búsetu þeirra. “Við erum afar þakklátar fyrir þennnan styrk, sem mun gera okkur kleift að kynna starfsemi okkar betur á Austurlandi. Margir á svæðinu vita ekki af okkur, en þurfa mjög á aðstoð að halda. Þolendur í dreifbýli hafa oft takmarkaðan aðgang að úrræðum, en það má ekki vera þannig að búseta ráði því hversu langt einstaklingur þarf að ferðast til að hitta fagaðila eða leita sér skjóls frá ofbeldi.”
Sjá nánar á vef Aflsins