NTC

Akureyri Handboltafélag sigraði Grill 66 deild karla

Akureyri Handboltafélag tryggði sér í gærkvöldi deildarmeistaratitilinn í Grill 66-deild karla í handbolta eftir sigur á HK í lokaumferð deildarinnar í Íþróttahöllinni. Akureyri mun því spila í Olís-deildinni á nýjan leik á næsta tímabili.

Leikmenn liðsins mættu vel innstilltir til leiks og tóku yfirhöndina snemma í leiknum. Staðan í leikhléi var 14-10 Akureyri í vil. Akureyringar héldu forskotinu í síðara hálfleik og unnu öruggan sex marka sigur 26-20 að lokum.

Frábæru tímabili hjá Akureyringum lokið en liðið tapaði einungis einum leik á leiktíðinni. Það var 10-0 tap gegn nágrönnunum í KA en inn á handboltavellinum lauk þeim leik með jafntefli.

KA menn tóku á móti Val U í gærkvöldi í KA heimilinu en liðið átti enn möguleika á efsta sætinu með sigri ef úrslit í leik Akureyrar hefðu verið á annan veg. KA unnu öruggan 26-22 sigur og tryggðu sér 2. sæti deildarinnar.

KA er því með heimaleikjarétt í umspili um sæti í efstu deild á næsta ári.

Sambíó

UMMÆLI