Í sumarlok árið 1862 fögnuðu Akureyringar kaupstaðarréttindum. Bærinn var þá farinn að taka á sig mynd lítils kaupstaðar þar sem danskir kaupmenn og fjölskyldur þeirra settu svip sinn á bæjarlífið. Addi og Binni fjalla um Akureyri og bæjarbúa á tímamótum í sögu bæjarins í tveimur nýjum hlaðvarpsþáttum í þáttaröðinni Sagnalist með Adda & Binna. Hverjir bjuggu í bænum, hvernig leit hann út og hvaða augum litu erlendir ferðamenn bæinn á þessu tímamótaári? Í þáttunum tveimur varpa þeir félagar ljósi á íbúa og húsaskipan og segja þeir frá tveimur breskum ferðalöngum sem heimsóttu bæinn sumarið 1862. Í ferðasögum sem Sabine Baring-Gould og Charles William Shepherd gáfu út eftir Akureyrarheimsóknina, segja þeir m.a. af kynnum sínum af kaupmanninum Jóhann G. Havsteen og fjölskyldu hans.
Þættirnir Akureyri 1862 – húsin og fólkið og Akureyri 1862 – ferðasögur eru teknir upp í Stúdíó Sagnalist í Kristnesi. Arnar Birgir og Brynjar Karl spjalla um gengnar kynslóðir og gleymda atburði yfir kaffibolla. Sannar og lognar sögur af aðli og almúga í hlaðvarpi Sagnalistar.
UMMÆLI