Til stendur að mála Akureyrarkirkju græna að utan í vor. Tillagan var lögð fram og samþykkt á bæjarstjórnarfundi í febrúar og liggur nú fyrir samþykki sóknarnefndar á framkvæmdunum. Þetta segir í tilkynningu sem Akureyrarkirkja sendi frá sér í dag.
„Okkur fannst þetta bara geggjað fyndið,“ segir Björn Björnsson, málningarmálastjóri Akureyrarbæjar í samtali við Kaffið. Aðspurður hvaðan hugmyndin kom segir hann: „Eins og ég segi þá var þetta bara eitthvað flipp sko, ég bjóst aldrei við að fá samþykki fyrir þessu. Svona þegar þú segir það þá verður þetta örugglega forljótt, en það er búið að kaupa málninguna svo það er of seint að hætta við.“
Eins og Björn ýjar að þá hafa fimm þúsund lítrar af grænni málningu verið pantaðir til verksins. Til stendur að hefjast handa sem fyrst svo kirkjan verði í stíl við trén þegar grænu laufin koma í vor.
UMMÆLI