Pétur Ólafsson, hafnarsjtóri Hafnasamlags Norðurlands segir að stefnt sé að því að hefja gjaldheimtu eða gefa afslætti fyrir skemmtiferðaskip á næsta ári eftir því hversu mikið þau menga. Þetta kemur fram á RÚV.
Pétur segir í samtali við fréttastofu RÚV að stefnt sé að því að innleiða slíkt kerfi þegar Hafnasamlagið fái heimild í lögum fyrir því.
Í umfjöllun RÚV vegna málsins segir að Ísland sé á meðal þeirra tíu ríkja sem verða fyrir mestri mengun frá skemmtiferðaskipum. Faxaflóahafnir innheimta gjöld af skipunum eða veita afslætti, eftir því hvað þau menga mikið og það ætlar Hafnarsamlag Norðurlands líka að gera.
Samkvæmt áætlun leggja 272 skemmtiferðaskip að bryggju í höfnum Akureyrar, Hríseyjar og Grímseyjar í sumar.
UMMÆLI