NTC

Akureyrardætur afhenda styrk til Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennisMynd/Akureyrardætur

Akureyrardætur afhenda styrk til Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

Þann 29. ágúst síðastliðinn var haldin Stelpugleði á vegum Akureyrardætra þar sem safnaðist 280.000kr til styrktar Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (KAON). Styrkurinn var síðan afhendur 9. október. Stelpugleðin var þetta árið styrktarviðburður, ásamt því að vera til gamans gert og heilsueflandi. 62 konur skráðu sig til leiks sem ýmist gengu, hlupu eða hjóluðu. Eftir hreyfinguna var boðið upp á veitingar og dregið út vinningar í happdrætti, en skv. því sem kemur fram á Facebook-síðu Akureyrardætra hafa þær ávallt notið mikils stuðnings frá fyrirtækjum alls staðar.

Á þessu ári hafa Akureyrardætur safnað 430.000kr til styrktar KAON en einnig hafa þær afhent styrk til Hjartaverndar Norðurlands fyrr á þessu ári.

Sambíó

UMMÆLI