NTC

Akureyrarbær stofnar hlaðvarpsþátt

Akureyrarbær stofnar hlaðvarpsþátt

Akureyrarbær hefur stofnað hlaðvarpsþátt sem ber heitið Akureyringar. Fyrsti þátturinn er kominn í loftið en umsjónarmaður hlaðvarpsins er Jón Þór Kristjánsson, verkefnastjóri upplýsingamiðlunar hjá Akureyrarstofu.
Þættinum er ætlað að miðla upplýsingum um verkefni og þjónustu sveitarfélagsins og kynnast áhugaverðu fólki af svæðinu.

Fyrsti viðmælandi þáttarins er Kristján Bergmann Tómasson sem er umsjónarmaður Ungmennahúss, upplýsinga- og menningarmiðstöðvar fyrir ungt fólk frá 16 ára aldri.

Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum svo sem Apple Podcast, Spotify og Soundcloud. Hlusta má á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó