Eftir hlýindi og von um að vorið sé á næsta leiti hafa undanfarnir dagar einkennst af kulda, slyddu og leiðinda hreti hér norðaustantil, næstu dagar verða svipaðir en á næstu dögum verður frost á bilinu 0-4 gráður og mun hiti varla fara upp fyrir frostmark í vikunni ef marka má vef Veðurstofunnar.
Á morgun má búast við svipuðu veðri og er spáð víða vægu frosti og dálítilli snjókomu eða él norðaustanlands eins og segir á vef Veðurstofunnar en norðvestantil er búist við hríðarveðri í kvöld og fram á morgundaginn og varað er við erfiðum akstur skilyrðum sérstaklega á fjallvegum.
Margir héldu kannski að veturinn væri afstaðinn en einhver bið virðist þó vera eftir vorinu, en fróðlegt verður að sjá hvernig viðrar á Norðlendinga um páskana.
Þessi grein er skrifuð af Guðmari Gísla Þrastarsyni, nemanda í Verkmenntaskólanum á Akureyri