Ævintýraleg endurkoma SA Víkinga

SA Víkingar tóku á móti Birninum í Hertz deildinni í íshokkí um helgina. Sömu lið mættust í fyrstu umferð deildarinnar og þá höfðu SA Víkingar betur.

Það byrjaði ekki vel fyrir SA en Björninn náði 3-0 forystu um miðja fyrstu lotu. SA Víkingar náðu þó að snúa taflinu sér í vil og í lok annarar lotu var staðan orðin 5-3 fyrir þeim. Björninn náðu að minnka muninn í 5-4 áður en leikurinn kláraðist. SA Víkingar eru á toppi deildarinnar með 15 stig eftir 6 leiki.

SA Víkingar mæta næst Esju sem nýkomnir eru heim frá Evrópumóti félagsliða en leikurinn fer fram í Laugardalnum 17. október og verður mikil prófraun fyrir SA Víkinga. Næsti heimaleikur Víkinga er ekki fyrr en 28. október en verður ekki af síðri gerðinni en þá mætir einmitt meistaralið Esju í Skautahöllina á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó