Ævarr Danmerkurmeistari og besti libero tímabilsins

Ævarr Danmerkurmeistari og besti libero tímabilsins

Ævarr Freyr Birgisson varð í gær Danmerkurmeistari í blaki með liði sínu Odense. Þetta er þriðja árið í röð sem Ævarr og félagar hans eru Danmerkurmeistarar en auk þess hömpuðu þeir Bikarmeistaratitlinum fyrr í vetur.

Ævarr átti enn eitt frábæra tímabilið í vetur og var hann kjörinn besti libero tímabilsins. Ævarr er uppalinn hjá KA á Akureyri þar sem að hann vann alla titla sem hægt er með félaginu áður en hann hélt til Danmerkur.

Sambíó
Sambíó