Adam Ásgeir og forsvarsfólk Hinsegin Hríseyjar hljóta mannréttindaviðurkenningar á Vorkomu Akureyararbæjar.Linda María Ásgeirsdóttir, Gabríel Ingimarsson og Kristín Björk Ingólfsdóttir taka við mannréttindaviðurkenningu fyrir hönd forsvarsfólks Hinsegin Hríseyjar.

Adam Ásgeir og forsvarsfólk Hinsegin Hríseyjar hljóta mannréttindaviðurkenningar á Vorkomu Akureyararbæjar.

Líkt og venjan er á Sumardaginn fyrsta fer Vorkoma Akureyrarbæjar fram í dag. Á þessum árlega viðburðir veitir Akureyrarbær hinar ýmsu viðurkenningar, auk þess sem tilkynnt er um bæjarlistamann ársins sem og sumarlistamann Akureyarbæjar. Vorkoman hófst klukkan 17:00 og er að þessu sinni haldin í Menningarhúsinu Hofi. Blaðamaður Kaffisins er á staðnum og fluttar verða fréttir af viðburðinum á meðan á honum stendur. Nú hafa tveir aðilar hlotið mannréttindaviðurkenningar Akureyrarbæjar 2025.

Adam fær viðurkenningu fyrir hjálparstarf i Burkina Faso

Adam Ásgeir Óskarsson, fyrrum kennari og kerfisstjóri fyrir VMA og HA, hlaut mannréttindarviðurkenningu Akureyrarbæjar fyrir hjálparstarf sitt í þágu ABC skóla í Burkina Faso. Kaffið tók viðtal við Adam um hjálparstarf sitt í Burkina Faso síðasta haust, en það má lesa hér að neðan.

Forsvarsfólk Hinsegin Hríseyjar

Skipuleggjendur sumarhátíðarinnar Hinsegin Hríseyjar hlaut einnig mannréttindaviðurkenningu fyrir störf sín við uppsetningu hátíðarinnar. Síðasta sumar kíkti Kaffið einmitt í heimsókn á hátíðina og tók viðtöl við bæði skipuleggjendur og gesti.

Sambíó
Sambíó