NTC netdagar

Aðalmarkmiðið mitt var að bæta miðbæinn

Aðalmarkmiðið mitt var að bæta miðbæinn

Halldór Kristinn Harðarson skrifar

Jæja vona að helgin hafi verið góð. Ég setti út status um lokun miðbæjar/ráðhústorgs fyrir helgi og féll hann svo sannarlega vel í kramið hjá fólki. eitt markmiðið mitt með þessum status var að vekja umtal og sjá hvar bæjarbúar standa, það hefur verið hvíslað manna á milli að torgið okkar sé svo ósjarmerandi og það viljum við ekki.

Sjá einnig: Eigandi Vamos kallar eftir bílalausum miðbæ á sumrin

97% af fólki sem ég sá kommenta um þetta mál vilja lokun, þessir örfáu sem sögðu „Nei“ gáfu lítið fyrir hvers vegna. Kannski bara að því bara því það hefur alltaf verið svoleiðis? og oft eru breytingar Akureyringum erfiðar og íhaldsemin mikil, en það er búið að breytast til hins góðs á síðustu árum og bæjarbúar orðnir opnari fyrir nýjungum. Því ber að hrósa því þannig byggjum við upp opnara og framúrstefnulegra samfélag. Aðalmarkmiðið mitt var að bæta miðbæinn. Fólk talar svona um miðbæinn:

NTC netdagar

1.“Það er óheillandi fyrir fjölskyldufólk að fara niður í miðbæ útaf bílaumferð. Það er ekki þægilegt að vera með börnin sín að leika sér á ráðhústorgi vitandi til þess að það eru bílar að keyra út um allt“.

2.“Það er ekkert í gangi“Það er miklu einfaldara að hafa sífellt eitthvað í gangi ef það er hægt að nýta svæðið hérna og setja niður afþreyingu ef það er lokað fyrir bílaumferð.

3. „Ég hef ekkert niður í miðbæ að gera“. Þetta er aðalmálið, við þurfum að laga það. Ef að það er eitthvað sem dregur fólki niður í bæ sífellt, því meiri líkur er að fólk sæki þangað aftur og fari þangað því þau vita að það er mögulega: söngatriði á torginu, körfuboltaspjöld og cornhole, jafnvel hoppukastalar á góðviðrisdögum, hjólabrettakeppni, dj-ar að spila, trúbadorar. vistvæna búðin gæti verið með útibás, skóhúsið líka, GB Gallerí færi með fataslár út, Sjóvá gæti þess vegna verið með fjölskyldudag, ég er með ótal hugmyndir en fæ bara ekki að framkvæma allar eins og staðan er í dag. En það þýðir ekki bara að bíða eftir því að fólk komi niður í bæ. Það þarf að ná fólki hingað og þá þarf þetta að vera heillandi. Ég er að þessu til að fá fólk í miðbæinn og ef fólk kemur í miðbæinn þá eru helmingi meiri líkur á að það versli í fyrirtækjum bæjarins. Fólk talaði um aðgengi fyrir fatlaða og aldraða. Þetta yrði aldrei gert nema að sjá til þess að þau mál væru í góðu. Það má ekki alltaf finna einn hlut til þess að fella alla hugmyndina og hætta þar, heldur þurfum við að vinna í lausnum og gera það saman.

Ég er rosalega mikill Akureyringur og hef alltaf verið. Vamos átti aldrei að vera dansstaður, það átti bara að vera kaffihús á neðri hæðinni, en á þeim tíma var ekki hægt að dansa á Akureyri og fólk kvartaði undan því, ég fór þá algjörlega gegn stefnu minni með Vamos og breytti efri hæð í dansgólf, fyrir mannlífið og bæinn. Ég er líka með Sjallann og hefur hann verið á fullu spani og viðburðir þar nánast hverja helgi, hvort sem það eru böll, jólahlaðborð, pílumót, árshátíðir eða hvað það er, þar kemur fólk saman og á góða stund. Við stofnuðum svo síðast Partýland, Ég og María og Dabbi Rún og Dídi svo heimamaðurinn geti keypt skraut og blöðrur í heimabyggð, og svo stýrum við einnig einni með öllu um Versló ásamt fullt af öðrum viðburðum. Allt er þetta gert til að halda lífi í bænum okkar, þó vinnan sé þrotlaus, þá er hún þess virði og fólk er þakklátt fyrir að það sé eitthvað líf.

Takk fyrir að taka svona vel í þessa hugmynd mína og það er greinilegt hvað fólk vill, en þá þarf bara að framkvæma.

Ég er svo alltaf til í kaffibolla með hverjum sem er og tilbúinn að ræða öll mál, það er gott að spjalla saman, við vinnum best þannig.

UMMÆLI