Framsókn

Geir Guðmundsson í nærmynd – Gunni Mall Jr. mest pirrandi

Geir Guðmundsson er 23 ára handknattleiksmaður sem samdi nýverið við franska úrvalsdeildarliðið Cesson-Rennes.

Geir hóf ungur að leika með meistaraflokki Akureyrar og hélt svo til Vals þar sem hann vann meðal annars bikarmeistaratitil með Reykjavíkurrisanum áður en hann færði sig um set til Frakklands í sumar.

13774328_274609642916015_1599630967_n

Geir ásamt Guðmundi Hólmari, frænda sínum og liðsfélaga.

Þar leikur hann ásamt frænda sínum Guðmundi Hólmari Helgasyni en þeir félagar hafa fylgst að í gegnum ferilinn því þeir léku einnig saman með Akureyri og Val.

Nærmynd af Geir Guðmundssyni

Við fengum Geir til að svara nokkrum spurningum og afraksturinn af því má sjá hér fyrir neðan.

Sætasti sigur á ferlinum: Þessi er nokkuð erfið, en ég held ég verði að segja sigurinn gegn Gróttu í bikarúrslitunum í fyrra. Það var ótrúlega ljúft.

Mestu vonbrigðin: Þau áttu sér stað líka í fyrra, að vinna ekki einvígið gegn Aftureldingu eftir að hafa verið 2-1 yfir.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég held að ég geti ekki útilokað neitt lið en aldrei skal ég spila með KA í fótbolta, það eru hreinar línur.

Uppáhalds erlenda íþróttalið (Allar íþróttir): Augljóslega Cesson Rennes en svona fyrir utan það er það líklegast Kiel, þeir hafa verið í uppáhaldi síðan að Alfreð Gísla tók við

Uppáhalds íþróttamaður allra tíma: Roberto Carlos

Fyrirmynd í æsku: Daniel Narcisse, Ólafur Stefánsson, Anja Anderssen og Guðmundur Ingi Geirsson (maðurinn getur lagað allt)

Uppáhalds staður í öllum heiminum: Akureyri, hands down.

Mest pirrandi andstæðingur? Janus Daði getur verið alveg svínslega pirrandi, svo er Atli Báruson ekkert eðlilega pirrandi í upphitunarfótbolta. Enginn er jafn pirrandi og Gunnar Malmquist yngri samt sem áður.

Ertu hjátrúarfullur? Já og nei, það kemur og fer. Þegar ég var að byrja með AHF var ýmislegt sem að ég mátti ekki gera og annað sem ég „þurfti“ að gera. Núna reyni ég bara að hafa sömu rútínuna daginn fyrir leik og á leikdag.

Ef þú mættir vera atvinnumaður í annarri íþrótt, hver væri það? Körfubolta, ég er reyndar mjög lélegur í körfu en ég ímynda mér að það sé nokkuð ljúft.

Settu saman lið samansett af bestu leikmönnum sem þú hefur spilað með: Mjög erfitt að velja og eflaust eru nokkrir sem eiga jafn mikið heima í þessu liði en ég kemst ekki nær en þetta:

Mark: Sveinbjörn Pétursson og Hlynur Morthens

Vinstra horn: Oddur Gretarsson

Vinstri skytta: Guðmundur Hólmar Helgason (Gummi feiti)

Miðja: Heimir Örn Árnason

Hægri skytta: Ómar Ingi Magnússon

Hægra horn: Bjarni Fritzson

Lína: Lanfranchi Mathieu og Kári Kristján Kristjánsson

Varnarmenn: Guðlaugur Arnarsson, Orri Freyr Gíslason og Hreinn Þór Hauksson

Stefán Guðnason sem yfirpeppari á hliðarlínunni – Ómetanlegur.

VG

UMMÆLI

Sambíó