Áhugamál mitt er Facebook

odinnw

Óðinn Svan skrifar


Ég er mjög virkur á Facebook. Það kannski sést ekki þar sem ég geri nánast aldrei stöðuuppfærslur og set örsjaldan inn myndir. Ég er hins vegar meira að skoða hvernig annað fólk er að haga sér á Facebook. Ég raunar eyði svo miklum tíma í þessar pælingar mínar að segja má að þetta sé eitt af áhugamálunum mínum.

Við Íslendingar eigum pottþétt heimsmet í notkun á Facebook og því er fólk jafn misjafnt þarna eins og það er margt. Fólk virðist hins vegar búa sér til ákveðna týpu og þannig skipta sér í flokka. Ég tók saman þá hópa sem mér þykir vera hvað áhugaverðastir og tók dæmi.

Íslendingar í útlöndum
Íslendingar hafa alltaf búið út um allan heim en í kringum árið 2008 fór það að aukast verulega að fólk flytti eða hreinlega flúði Ísland. Flestir til Skandinavíu. Það sem einkennir týpurnar í þessum flokk er eitt. „Við ætlum sko að sýna fólkinu heima hvað allt er miklu betra hér.” Samanburður á matarkörfum og heilu pistlarnir um gjaldfrjálsar sjúkrahúsferðir eru daglegt brauð. Mikilvægasta reglan í þessum hópi er þó að ef þú ákveður að setja mynd á Facebook þá er skylda að sýna hitatölur og spyrja um leið „Hvernig er veðrið heima?”
Dæmi um status hjá Íslending í útlöndum:
status-isl-utlondum


Miðaldra karlar sem voru að skilja
Þetta er í raun uppáhalds hópurinn minn. Þessi hópur er mjög mikið á fréttaveitunni minni, ekki vegna þes að ég þekki svo marga menn sem voru að skilja heldur vegna þess að þeir verða svo agalega virkir á Facebook. Nú á sko aldeilis að nýta tæknina til að finna nýja konu. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera mjög lélegir á Facebook, birta lélegar myndir og nota broskalla á undarlegum stöðum. Þegar þeir taka krakkana sína aðra hverja helgi nota þeir svo Facebook til að sýna fyrrverandi að þeir séu nú ekki bara að djamma og horfa á enska boltann. Þeir eru nefnilega rosalega duglegir að fara með krakkana á helgarpabba-staði eins og andarpollinn og í keilu.
Dæmi um status miðaldra manns:
midaldra-karlar

Facebook löggan
Þetta er hættulegasta fólkið á Facebook og vil ég vara sérstaklega við þessari tegund. Þetta er fólkið sem fer á veitingastaði og hreinlega vonar að það fái hár í matinn sinn, því ef Facebook löggan lendir í slíku þá fá sko allir að vita það. Löggan þarf ekki einu sinni að lenda í neinu sjálf heldur á hún það til að hneyklast fyrir aðra. Það nýjasta sem þessi hópur elskar að hneykslast yfir er matarsóun og plasti.
Dæmi um status Facebook löggunnar:
fb-logga


Gott fólk í leit að hrósi
Þetta er hópurinn sem stundum hefur verið kallaður „Góða fólkið”. Þessi hópur hefur eitt markmið, það er að fá gott hrós. Þessar týpur elska að gera statusa um málefni minnihlutahópa og benda á það sem miður fer í samfélaginu. Gísli Marteinn er formaður þessa hóps en hann hjólar allar sínar leiðir, borðar ekki dýr og elskar að fá gott hrós fyrir það hvað hann er æðislegur.
Dæmi um status hrósleitandi fólksins:
screen-shot-2016-10-02-at-12-59-56

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó