Framsókn

Nýta sérþekkingu til að aðstoða við sjálfbærni

Bjarni Herrera Þórisson og Dr. Hafþór Ægir Sigurjónsson, einn af stofnendum félagsins.

Circular Solutions er ungt fyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum á áskorunum fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á sviði sjálfbærni. Einnig býður fyrirtækið tæknilausnir sem byggja á viðskiptagreind. Akureyringurinn Bjarni Herrera Þórisson gekk til liðs við félagið 2017 sem framkvæmdastjóri eftir fjögurra ára veru í Asíu við framhaldsnám og vinnu í Suður Kóreu, Singapore, Kína og Hong Kong.

Bjarni segir að hlutverk hans sé fyrst og fremst að búa til umhverfi þar sem stofnendur félagsins sem eru sérfræðingar á sviði verkfræði og umhverfismála geti nýtt þekkingu og reynslu sína sem best við að leysa áskoranir viðskiptavina þeirra með sem bestum og hagkvæmusutum hætti í samræmi við framtíðarsýn beggja aðila.

Því felst mitt hlutverk að mestu að sjá um þetta daglega amstur rekstrarins, m.a. sölu- og samningamál, samskipti við hagsmunaaðila og viðskiptavini, fjármál, skapa gott vinnuumhverfi og sjá um og fylgjast með mögulegri framtíðarþróun með mínu teymi.”

Félagið er stofnað af Dr. Hafþóri Ægi Sigurjónssyni, sem sér um vörustýringu með það að leiðarljósi að skapa langtímavirði fyrir okkar viðskiptavini, Dr. Reyni Smára Atlasyni, og Birgi Erni Smárasyni, Akureyringi, en þeir sjá um að greina og útfæra okkar verkefni útfrá vísindalega nákvæmum aðferðum, og Daða Hall, sem sér um tæknimál og hugbúnaðarþróun. Þeir hafa birt greinar og rannsóknir í mörgum helstu vísindatímaritum heims á þessu sviði sl. ár ásamt því að birta reglulega greinar í dagblöðum og á netinu um ýmis málefni tengd sjálfbærni.

Þekking og lausnir á heimsmælikvarða

Hann segir að fyrirtækið skilgreinist sem þekkingarfyrirtæki á sviði sjálfbærni. 40% af teyminu er með doktorspróf og fjórir af fimm hafa stundað rannsóknir og nýsköpun á sviði verkfræði og umhverfismála.

Okkar grunnþjónusta felst í að aðstoða fyrirtæki við að ná utan um græna bókhaldið, þ.e. umhverfisáhrif frá rekstrinum, þ.m.t. frá rafmagni, hita, eldsneyti og úrgangi, með einföldum og hagkvæmum hætti. Með því að hafa yfirlit yfir þessi atriði yfir árið geta fyrirtæki bæði fundið leiðir til að spara kostnað og/eða draga úr umhverfisáhrifum.”

Kröfur á fyrirtæki að standast ófjárhagslega upplýsingagjöf, m.a. umhverfis- og samfélagslegs staðla (ESG) í uppgjöri fyrir ársskýrslur eru sífellt að herðast. Bjarni segir að upplýsingarnar sem Cricular Solutions vinni fyrir fyrirtæki séu notaðar til þess að aðstoða þau við slík uppgjör.

Við höfum t.d. unnið slíkar greiningar m.a. fyrir Marel, VÍS og eitt stærsta orkufyrirtæki á Íslandi. Þá bjóðum við upp á sérhæfðari umhverfislausnir, t.d. lífsferilsgreiningar, grænar fjármála lausnir og svo þátttöku í stefnumótun, vöruhönnun og innkaupum með það að markmiði að auka virði vörumerkis, bæta ákvarðanir í vöruhönnun og innkaupum og almennt vinna að því að auka samkeppnishæfni fyrirtækja í öllum atvinnugeirum.

Fyrst og fremst er okkar sýn að hafa jákvæð áhrif á framtíð jarðar og samfélags okkar með því að aðstoða viðskiptavini okkar og bjóða þeim upp á þekkingu og lausnir á heimsmælikvarða á sviði sjálfbærni. Það dylst engum að við eigum risastórt verk fyrir höndum við að gera umhverfi okkar betra og draga úr mengun, á sjó, landi og í lofti. Því horfum við mikið til Heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna og annarra markmiða sem stuðla að betra samfélagi í framtíðinni ásamt því að vilja stuðla að því að Íslandi nái skuldbindingum sínum við Parísarsáttmálann fyrir árið 2030.”

Skjáskot úr sérhönnuðu umhverfisstjórnunarkerfi Circular Solutions, af ímynduðu fyrirtæki Oxorion, sem auðveldar fyrirtækjum að ná utan um umhverfismálin með einföldum og hagkvæmum hætti. Kvik og grafísk framsetning á mörgum árum aftur í tímann sem auðveldar ákvarðanatöku.

Umhverfismál á Norðurlandi eystra til fyrirmyndar

Bjarni segir að ef litið sé til Norðurlands eystra þá séu mörg dæmi um flott fyrirtæki og stofnanir á svæðinu sem séu að gera góða hluti í umhverfismálum og sjálfbærni.

Sem dæmi má nefna Akureyrarbæ, Háskólann á Akureyri, Norðurorku, Samherja, Akureyrarhöfn, Sæplast, Sjúkrahúsið á Akureyri o.fl. Við erum því vissir að framtíðin verður björt fyrir Norðan.”

Einnig er nærtækt dæmi fyrir Akureyringa vinnustofa sem Hólmar Svansson opnaði á Akureyri nýlega þar sem fólk getur sjálft lagað raftækin sín, eins og fram kom í Landanum nýlega. Það er rétt metið hjá Hólmari að raftæki er risastór úrgangsstraumur. Við hjá Circular erum t.d. búnir að vera aðstoða einn stærsta húsgagnaframleiðanda í heiminum í dag með nákvæmlega slíkar áskoranir, þ.e. hvað verður um raftækin í lok líftíma þeirra og að kortleggja og besta lok lífsferils þeirra m.t.t. umhverfisáhrifa,” segir Bjarni.

Höfuðstöðvar Circular Solutions eru staðsettar í Reykjavík en Bjarni segir að fyrirtækið eigi í góðu sambandi við fyrirtæki um allt land og eigi reglulega leið um Norðurland eystra.

Erfitt að finna lausnir

Circular Solutions var stofnað 2016. Stofnendurnir fundu fyrir því að fyrirtæki áttu erfitt með að finna nægilega góðar lausnir á áskorunum sínum varðandi umhverfismálin.

Slík sérþekking liggur alla jafna ekki í stærstu fyrirtækjunum. Jafnvel þó sérþekkingin sé til staðar þá eru oft önnur verkefni í forgangi. Það lá því beinast við að nýta þekkingu og reynslu stofnendanna á að bjóða hagkvæmari og einfaldari lausnir á þessum áskorunum.”

Nánari upplýsingar má finna á www.circularsolutions.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó