NTC

KA tryggði sér sæti í Olís deildinni

KA tryggði sér í kvöld sæti í Olís deild karla eftir að liðið sigraði HK í þriðja leik liðanna í umspili um sæti í deildinni. Leikurinn fór fram í KA heimilinu og lauk 37-25 fyrir KA menn.

Sigurinn í kvöld var aldrei í hættu en KA var betri aðilinn allan leikinn og í raun í öllu umspilinu. 927 áhorfendur voru mætti í KA heimilið í kvöld og var mikil stemning er liðið tryggði sæti sitt í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Andri Snær Stefánsson var markahæstur í liði KA með 9 mörk, Áki Egilsnes kom þar á eftir með 7 mörk. Hjá HK var Ingólfur Páll Ægisson með 7 mörk og Elías Björgvin þar á eftir með 5 mörk.

Það verða því tvö lið frá Akureyri í Olís deildinni á næsta tímabili en lið Akureyrar fór beint upp eftir sigur í Grill 66 deildinni fyrr í vetur.

 

VG

UMMÆLI

Sambíó