Gjaldtaka hefst á bílastæðum á Húsavík

Gjaldtaka hefst á bílastæðum á Húsavík

Gjaldtaka á völdum bílastæðum í miðbæ og við hafnarsvæði Húsavíkur hefst 1. maí og stendur út september. Markmiðið er að stýra umferð á ferðamannatímabilinu. Gjaldsvæðið, P1, rukkar 220 kr. fyrir fyrstu 60 mínútur og 500 kr. á hverja klukkustund eftir það, með gjaldskyldutíma frá kl. 08:00–20:00 alla daga vikunnar. Október til apríl eru gjaldfrjálsir mánuðir.

Greiðslur fara fram í gegnum PARKA-snjallforrit eða vefsíðu en skilti verða sett upp til upplýsinga fyrir ferðafólk. Þetta er fyrsta árið sem gjaldtakan fer fram og vonast er til að íbúar taki vel í verkefnið þar sem það snertir ekki hefðbundin íbúabílastæði.

Sjá nánar á vefsíðu Norðurþing.

Sambíó
Sambíó