Gæludýr.is

VMA heimsótti RarikMynd/VMA

VMA heimsótti Rarik

Átján nemendur sem eru að útskrifast í vor úr rafvirkjun og tólf nemendur á næstsíðasta ári í vélstjórn heimsóttu RARIK ásamt kennurum af báðum námsbrautum.

RARIK tók á móti hópnum að morgni dags með morgunhressingu og síðan var kynning á fyrirtækinu. Þá var hópnum skipt upp í sex hópa sem fóru síðan á milli jafnmargra stöðva þar sem nemendur voru upplýstir um marga ólíka þætti í starfseminni.

Björn Hreinsson kennari í rafiðngreinum og Íris Arngrímsdóttir kennari í vélstjórn segja að kynningarnar og móttökurnar hjá RARIK hafi verið í einu orði sagt frábærar og ástæða sé til að þakka starfsmönnum þar alveg sérstaklega fyrir gefa nemendum með þessum hætti innsýn í starfsemi fyrirtækisins.

„Það er Verkmenntaskólanum ákaflega mikilvægt að eiga gott samstarf við atvinnulífið á öllum sviðum, enda bæði hagur skólans og atvinnulífsins að nemendur fái góða innsýn í hvað bíður þeirra að brautskráningu lokinni, hvernig tækniþróun sé háttað o.s.frv. Atvinnulífið leggur skólanum lið með einum eða öðrum hætti, m.a. hefur það styrkt verknámsbrautir með rausnarlegum hætti og þá eru fyrirtæki boðin og búin að taka á móti nemendum í heimsókn og kynna fyrir þeim starfsemi sína,“ segir á vefsíðu VMA.

Sambíó
Sambíó