Stelpur diffra eru námsbúðir í stærðfræði sem haldnar hafa verið í Reykjavík undanfarin fjögur ár en verða haldnar á Akureyri þetta árið. Búðirnar verða haldnar dagana 25.-27. apríl í Háskólanum á Akureyri. Búðirnar eru fyrir stelpur og stálp í framhaldsskóla sem hafa áhuga á stærðfræði og vilja læra meira umfram það sem kennt er í skólum, bæði hvað varðar fræðin sjálf og hvernig hún birtist í daglegu lífi. Lögð er áhersla á að gefa sér tíma til að skoða stærðfræðina í gegnum skemmtileg verkefni. Dagskráin verður margskonar, til dæmis verkefni, smiðjur, fyrirlestrar og aðrir viðburðir.
Skráning fer fram á eftirfarandi hlekk https://forms.gle/JjbUpYMctThbYiNb7 eða á heimasíðunni, stelpurdiffra.is, skráningarfrestur er til 8. apríl.