NTC

Síldarminjasafnið heldur upp á hrekkjavökunaMynd/Síldarminjasafnið

Síldarminjasafnið heldur upp á hrekkjavökuna

Næstkomandi fimmtudag er hrekkjavaka og ætlar Síldarminjasafnið að endurtaka leikinn frá því í fyrra og segist ætla reyna gera enn betur, samkvæmt Facebook-færslu safnsins. Það verður því líf og fjör á safnsvæðinu frá kl. 17:00 – 19:00. Einnig segir að afturgöngur og aðrir vættir muni vakna til lífsins í Gránu og eru allir þeir sem þora velkomnir í heimsókn. Mælt er þó með því að börn yngri en 12 ára komi í fylgd með fullorðnum. Sömuleiðis, heimsækir Húlladúllan safnið og mun bregða sér í líki eldnornar og leika listir sínar utandyra ásamt því sem Síldarkaffið verður opið fram á kvöld.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó