NTC

Höfuðstöðvar Umhverfis- og orkustofnunar á Akureyri

Höfuðstöðvar Umhverfis- og orkustofnunar á Akureyri

Ný umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta starfsemi umhverfisstofnunar. Höfuðsvöðvar munu vera á Akureyri þar sem nýráðinn forstjóri, Gestur Pálsson, mun hafa aðsetur. Starfsmenn í fullu starfi hjá nýrri stofnuninni verða um 120 en það þýðir þó ekki að allir þeir starfsmenn séu fyrir norðan, heldur eru fastar starfsstöðvar víðsvegar um landið nú þegar. Vísir greindi frá og í samtali við Ástu Sturludóttir, bæjarstjóra Akureyrar, kom eftirfarandi fram:

„Ég er að sjálfsögðu mjög glöð og stolt af því og það verður gaman að fá þennan hóp og fá þessa nýju stofnun hingað til Akureyrar og ég er sannfærð um það að það muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið hér.“

Það hafi þýðingu fyrir bæjarfélagið að búa yfir fjölbreytni í úrvali starfa. Í þessu tilfelli er um að ræða sérfræðistörf sem kalla á sérhæfða þekkingu.

„Það er eitthvað sem við höfum kallað eftir þannig að við erum ánægð með að fá þennan hóp til okkar,“ segir Ásthildur sem bætir við að forveri nýrrar stofnunar, Orkustofnun og að hluta Umhverfisstofnun hefðu boðið upp á störf án staðsetningar.

Ásthildur skynjar viðhorfsbreytingu í samfélaginu á þessa leið og að í þessari stefnu felist mikil tækifæri.

„Að það skipti ekki máli hvar okkar besta fólk býr heldur sé það þekking þess sem skipti máli. En svo er bara stórt atriði fyrir samfélög eins og Akureyri að fá þessa viðurkenningu á því að hér sé mikil þekking til staðar til þess að hafa þennan kjarna sem þarf alltaf að vera í höfuðstöðvum hérna á Akureyri og við erum bara mjög stolt af því,“ segir Ásthildur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó