NTC

Dekurdagar á Akureyri framundanMynd/Akureyri.is

Dekurdagar á Akureyri framundan

Í tilkynningu frá Akureyrarbæ kemur fram að Dekurdagar verða haldnir 3.-6. október.

Fyrirtæki eru hvött til að taka þátt og gera Dekurdagana eftirminnilega fyrir þau sem koma og njóta. Áhugasömum er bent á að senda upplýsingar um þátttöku á dekurdagar@akureyri.is.

Hægt er að kaupa slaufur á skrifstofu Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, Glerárgötu 34, eða panta þær á dekurdagar@akureyri.is.

Dekurdagar eru viðburður að frumkvæði verslunareiganda á Akureyri til að skapa líf og gleði í bænum í október og sjá fulltrúar þeirra um viðburðinn, með aðstoð Akureyrarbæjar.

Október er alþjóðlegur mánuður brjóstakrabbameins og er víða um heim notaður til að vekja athygli á sjúkdómnum og safna fé til rannsókna á brjóstakrabbameini.

Dekurdagar eru stór styrktaraðili Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og litur mánaðarins og viðburðarins er bleikur. 

VG

UMMÆLI

Sambíó