Harley Willard framlengir við KA

Harley Willard framlengir við KA

Knattspyrnumaðurinn Harley Willard skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu KA.

Harley sem er 26 ára gamall framherji frá Skotlandi lék 32 leiki með KA á nýliðnu sumri og gerði í þeim 6 mörk, þar af eitt í Evrópu. Hann kom uppúr akademíu Arsenal á sínum tíma og lék svo síðar meir með yngriliðum Southampton.

Hann kom loks til Íslands árið 2019 og lék með Víking Ólafsvík í þrjú sumur, 2019-2021 og var meðal annars valinn í lið ársins í Lengjudeildinni. Með Víkingum lék hann 68 leiki í deild og bikar og gerði í þeim alls 36 mörk. Í kjölfarið gekk hann í raðir Þórsara þar sem hann lék 24 leiki og gerði í þeim 15 mörk.

„Það eru afar jákvæðar fréttir að Harley hafi framlengt samning sinn en hann hefur fallið afar vel inn í hópinn og sýnt frábæran karakter í gulu og bláu treyjunni,“ segir í tilkynningu á vef KA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó