NTC

Hallgrímur bestur hjá KA

Hallgrímur bestur hjá KA

Lokahóf knattspyrnudeildar KA fór fram um síðustu helgi eftir sigur liðsins á HK í lokaumferð Bestu deildarinnar. Hallgrímur Mar Steingrímsson var kjörinn besti leikmaður KA á tímabilinu.

Hann lék alla leiki KA í sumar sem gerir alls 38 leiki en auk þess var hann markahæsti leikmaður liðsins með 10 mörk. Ekki nóg með það að þá átti Grímsi einnig fjölmargar stoðsendingar og hélt áfram að slá met hjá KA.

Á vef KA segir um Hallgrím: „Grímsi er leikjahæsti leikmaður í sögu KA en hann er nú kominn með 320 leiki í deild, bikar og Evrópu og kom 300. leikur hans fyrir KA í sumar. Hann hefur leikið 160 leiki fyrir KA í efstu deild sem er einnig met og þá hefur hann nú leikið 182 deildarleiki KA í röð sem er félagsmet sem og Íslandsmet að því leiti að hann hefur leikið alla þessa leiki fyrir sama félagið.

Auk þess er Grímsi markahæsti leikmaður í sögu KA en hann hefur nú gert 98 mörk í deild, bikar og Evrópu. Þá varð hann fyrsti leikmaður KA sem hefur skorað 50 mörk fyrir félagið í efstu deild í sumar en hann hefur nú alls gert 53 mörk í efstu deild. Þá er hann jafn þeim Daníel Hafsteinssyni og Sveini Margeiri Haukssyni yfir flest Evrópumörk fyrir KA en allir hafa þeir gert tvö slík.“

Ingimar Torbjörnsson Stöle var kjörinn efnilegasti leikmaður KA á tímabilinu en Ingimar sem gekk í raðir KA fyrir sumarið sló heldur betur í gegn og stimplaði sig inn sem einn af lykilmönnum liðsins þrátt fyrir að vera einungis 19 ára gamall.

Nánar er fjallað um lokahófið á vef KA hér.

Mynd:ka.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó