Framsókn

Sigurður Marínó leggur skóna á hilluna

Sigurður Marínó leggur skóna á hilluna

Knatt­spyrnumaður­inn Sig­urður Marinó Kristjáns­son hef­ur ákveðið að leggja skóna á hill­una, 32 ára að aldri. Sigurður er einn leikjahæsti leikmaður í sögu Þórs Akureyri og lék langstærstan hluta ferils síns í Þorpinu.

Sig­urður spilaði 331 leik í öll­um keppn­um fyrir Þór, þar af 56 leiki í efstu deild. Hann lék sinn fyrsta meist­ara­flokks­leik í 1. deild­inni árið 2007 aðeins 16 ára gam­all. Einn eftirminnilegasti leikur hans fyrir Þór var í Evrópukeppninni árið 2012 þegar Þórsarar mættu Bohemians frá Írlandi. Þá skoraði Sigurður Marínó þrjú mörk í 5-1 sigri.

Þórsarar heiðruðu Sigurð Marínó fyrir leik liðsins gegn Grindavík í lokaumferð 1.deildar um liðna helgi. Þórsarar unnu leikinn 3-0.

Sigurður Marínó lauk ferlinum sem leikmaður Magna en hann spilaði einn leik í 3. deildinni með liðinu í sumar. Hann lék einnig með Magnamönnum frá grenivík í 1. deild sumarið 2018 en annars var hann alla tíð hjá Þór.

Sambíó

UMMÆLI