Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið dagana 28.-30. júlí á ÍR vellinum í Skógarseli. UFA átti þar fimm öfluga keppendur.
Hafdís Sigurðardóttir (UFA) varð Íslandsmeistari í langstökki kvenna með stökki upp á 6,29 m, eftir æsispennandi sentimetrastríð við Irmu Gunnarsdóttir sem varð önnur með 6,28 m.
Baldvin Þór Magnússon (UFA) sigraði með miklum yfirburðum og á nýju meistaramótsmeti í 5000m hlaupi karla. Baldvin kom í mark á tímanum 13:56,91 mín. en fyrra metið átti Hlynur Andrésson og var það 14:13,92 mín, sett á síðasta ári.
Sindri Lárusson (UFA) varð í öðru sæti í kúluvarpi karla, kastaði 16,24 m.
Sigurlaug Anna Sveinsdóttir (UFA) keppti í 100 m hlaupi, hljóp þar á 13,32 sek og stökk 4,82 m í langstökki.
Stefanía Daney Guðmundsdóttir (EIK/UFA) stökk 5,16 m í langstökki.
Myndir af Flickr síðu FRÍ
UMMÆLI