Nú styttist í verslunarmannahelgi og líkt og á árum áður fylgja því hátíðarhöld víða um land.
Nóg verður um að vera á Hjalteyri eins og annars staðar, en laugardaginn 5. ágúst verður þar haldin fjölskylduhátíð.
Meðal þess sem verður boðið upp á er barnaskemmtun, s.s. hoppukastali, súmóglíma, karmelluflug og kindlaganga. Listasmiðjur verða opnar í Verksmiðjunni og skemmtileg stemning í verbúðum við bryggjuna. Um kvöldið verður grill og trúbador við veitingastaðinn Eyri og síðan verður kvöldinu slúttað með glæsilegri flugeldasýningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar.
UMMÆLI