NTC

Upphitunartónleikar Mannfólkið breytist í slím 2023 á Akureyri Backpackers 

Upphitunartónleikar Mannfólkið breytist í slím 2023 á Akureyri Backpackers 

Föstudaginn 21. júlí fara fram seinni upphitunartónleikar ársins fyrir tónlistarhátíðina Mannfólkið breytist í slím 2023. Upphitunartónleikarnir verða haldnir á Akureyri Backpackers en aðalviðburður hátíðarinnar fer fram að Óseyri 16, 603 Akureyri dagana 28. & 29. júlí.

Á Akureyri Backpackers koma fram Miomantis, Drengurinn Fengurinn, Saint Pete og Vélarnar. Dagskráin er fjölbreytt og atriðin öll úr mismunandi stefnum tónlistar sem er eitt aðalsmerki Mannfólkið breytist í slím. Hátíðin hefur verið haldin árlega af listasamsteypunni MBS síðan 2018 í ýmsum iðnaðarrýmum á Akureyri. Áhersla er lögð á jaðarstefnur tónlistar og að gera listafólki úr héraði hátt undir höfði þó einnig komi fram fyrsta flokks gestir annarsstaðar að. Síðustu ár hefur einnig verið blásið til upphitunartónleika hjá samstarfsaðilum MBS. Nú er röðin komin að Akureyri Backpackers og er þetta viðburður sem menningaráhugafólk ætti alls ekki að láta framhjá sér fara! 

Nánari upplýsingar um viðburðinn og listafólkið sem fram kemur á föstudaginn 21. júlí má finna hér:
https://fb.me/e/2FnnxdSrb

Aðalviðburður Mannfólkið breytist í slím 2023 28. & 29. júlí:

https://fb.me/e/2zZ8226bR

VG

UMMÆLI