Keppendur Íþróttafélagsins Akur stóðu sig vel á Norðurlandameistaramóti ungmenna í bogfimi sem haldið var í Larvik Noregi í lok júní. Samtals unnu Akureyringar (keppendur ÍF Akur) einn Norðurlandameistaratitil, eitt silfur, eitt brons, til viðbótar við að setja tvö Norðurlandamet og fjögur Íslandsmet.
Samantekt af árangri og niðurstöðum Akureyringa á NM ungmenna 2023:
Sámuel Peterson – Trissuboga U21
- Norðurlandameistari (Gull) trissubogi U21 karla
- Silfur liðakeppni trissuboga U21
- Landsliðsmet liðakeppni trissuboga U21 undankeppni – 1923 stig
- Landsliðsmet liðakeppni trissuboga U21 útsláttarkeppni – 207 stig
- Norðurlandamet liðakeppni trissuboga U21 undankeppni – 1923 stig
- Norðurlandamet liðakeppni trissuboga U21 útsláttur 207 stig
Anna María Alfreðsdóttir í trissuboga U21
- 4 sæti einstaklingskeppni kvenna
- Brons í liðakeppni
Máni Gautason Presburg í sveigboga U18
- 6 sæti einstaklingskeppni karla
- Íslandmet sveigbogi U18 karla – 495 stig
- 5 sæti í liðakeppni
- Landsliðsmet sveigbogi U18 lið – 1284 stig
Þórir Steingrímsson í sveigboga U16
- 9 sæti einstaklingskeppni karla
- 8 sæti liðakeppni
- Landsliðsmet liðakeppni – 1606 stig
Nanna Líf Gautadóttir Presburg í sveigboga U16
- 9 sæti einstaklingskeppni kvenna
- 9 sæti liðakeppni
UMMÆLI