Körfuboltalið Þórs tryggði sér í gær í úrslitarimmu 1. deildar kvenna og þar með sæti í Subway-deildinni á næsta tímabili eftir sigur á Snæfelli í framlengdum leik.
Þór vann leikinn 100-90 eftir framlengdan leik en eftir venjulegan leiktíma var staðan 81-81 í æsispennandi leik.
Reglubreytingar á þingi KKÍ á dögunum þýða að bæði liðin sem komust í úrslit munu fara upp í Subway-deildina á næsta tímabili. Það er því ljóst að Þór mun eiga lið í efstu deild kvenna í körfubolta á næsta ári, í fyrsta skipti frá því tímabilið 1977-1978, eða í 45 ár.
UMMÆLI