KA vann Kjarnafæðimótið sjötta árið í röð

KA vann Kjarnafæðimótið sjötta árið í röð

KA vann Þór í úr­slita­leiks Norður­lands­móts karla í fót­bolta, Kjarna­fæðismóts­ins, í Bog­an­um á Ak­ur­eyri um helgina. KA hafa verið með mikla yfirburði á mótinu undanfarin ár en þetta er sjötta árið í röð sem liðið sigrar mótið.

KA menn komust yfir á 25. mínútu leiksins með marki frá Ásgeiri Sigurgeirssyni og Hallgrimur Mar Steingrímsson kom þeim í 2-0 þremur mínútum síðar með marki beint úr aukaspyrnu. Staðan í hálfleik var 2-0.

Hrann­ar Björn Stein­gríms­son, skoraði þriðja mark KA í síðari hálfleik og gull­tryggði sig­ur­inn en Ragn­ar Óli Ragn­ars­son, leikmaður Þórs, fékk að líta beint rautt spjald á 84. mín­útu. Lokatölur 3-0 fyrir KA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó