Lögreglan á Norðurlandi eystra varar vegfarendur við lokun á Þjóðvegi 1 rétt við afleggjarann að Dettifossi.
Hópbifreið lenti þar í óhappi þar sem hún festist þversum á veginum og lokar því báðum akreinum. Unnið er að því að losa hana en stórar vinnuvélar eru væntanlegar fljótlega til að færa rútuna þar sem ekki gengur að snúa henni án þeirra.
UMMÆLI