Þór frá Akureyri er spáð neðsta sæti í Dominos deild karla samkvæmt spá þjálfara og fyrirliða í deildinni. Nýliðum Hattar frá Egilsstöðum er einnig spáð falli en þeim er þó spáð töluvert betri árangri en Þór.
Samkvæmt spánni verður fallbaráttan á milli Þórs, Hattar og Vals en þeim er spáð langt fyrir neðan næstu lið. Þórsurum er einnig spáð falli í spá karfan.is en þar er þeim spáð fyrir ofan Hött í 11. sæti.
Talsverðar breytingar hafa orðið á liðinu sem komst í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Hjalti Þór Vilhjálmsson tók við liðinu í sumar af Benedikti Guðmundssyni. Þá er Tryggvi Snær Hlinason sem spilaði lykilhlutverk í liðinu á síðasta tímabili farinn út til Spánar í atvinnumennsku með liði Valencia.
Þórsarar hefja leik í deildinni gegn Haukum á útivelli þann 6. október næstkomandi.
Hér að neðan má sjá spánna í heild sinni:
Spá þjálfara og fyrirliða:
1. KR 414 stig
2. Tindastóll 403 stig
3. Grindavík 319 stig
4. Njarðvík 267 stig
5. Stjarnan 266 stig
6. Þór Þ. 246 stig
7. Keflavík 239 stig
8. ÍR 191 stig
9. Haukar 189 stig
10. Valur 89 stig
11. Höttur 84 stig
12. Þór Ak. 60 stig
Spá af karfan.is:
1. KR – 11.73 stig
2. Tindastóll – 10.48 stig
3. Grindavík – 9.55 stig
4. Stjarnan – 8.61 stig
5. Keflavík – 7.61 stig
6. Njarðvík – 7.18 stig
7. Þór Þ 7.03.stig
8. ÍR – 4.97 stig
9. Haukar – 4.52 stig
10. Valur – 2.48 stig
11. Þór Akureyri – 1.97 stig
12. Höttur – 1.91 stig
UMMÆLI