NTC

Akureyringar fyrirferðamiklir í snjóbrettalandsliðum Íslands

Mynd: bennif.com

Skíðasamband Íslands hefur tilkynnt um val á A og B-landsliði og afrekshóp á snjóbrettum fyrir næsta vetur en þetta er í fyrsta skipti sem SKÍ velur í A og B landslið á snjóbrettum.

Akureyringar eru fyrirferðamiklir í hópnum en af þeim níu sem valdir voru eru fimm úr Skíðafélagi Akureyrar. Það eru þeir Baldur Vilhelmsson og Benedikt Friðbjörnsson (B-landslið) og Kolbeinn Þór Finnsson, Tómas Orri Árnason og Bjarki Arnarsson (Afrekshópur).

Akureyringurinn Einar Rafn Stefánsson er landsliðsþjálfari og mun sjá um alla hópana sem munu fara í nokkrar æfinga- og keppnisferðir næsta vetur.

A-landslið

Birkir Georgsson
Marinó Kristjánsson

B-landslið
Baldur Vilhelmsson
Benedikt Friðbjörnsson

Afrekshópur
Aron Snorri Davíðsson
Bjarki Arnarsson
Egill Gunnar Kristjánsson
Kolbeinn Þór Finnsson
Tómas Orri Árnason

Sambíó

UMMÆLI