NTC

Bryndís Rún bætti við tveimur gullverðlaunum

Bryndís Rún bætti við tveimur gullverðlaunum

Bryndís Rún Hansen, sundkona úr Óðni, heldur áfram að gera það gott á Smáþjóðaleikunum en hún nældi sér í gull í skriðsundi á fyrsta keppnisdegi.

Í gær var svo komið að keppni í 100 metra flugsundi og þar reyndist Bryndís Rún hlutskörpust en hún synti á 1:01,57 mín­úta. Bryndís var einnig hluti af boðsundssveit Íslands sem hreppti gullið í 4×200 metra skriðsundi. Þær Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir og Sunn­eva Dögg Friðriks­dótt­ir skipuðu sveitina ásamt Bryndísi.

Bryndís er á 24.aldursári og hefur fest sig í sessi sem ein fremsta sundkona landsins en hún býr á Hawaii þar sem hún æfir sund af miklum móð ásamt því að stunda þar nám.

Sjá einnig

Í skýjunum með fimm Íslandsmet á fimm dögum

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó