113 mál komu upp hjá lögreglunni um helgina

Lögreglustöðin á Akureyri.

Það var mikið um að vera á Akureyri um helgina þegar hin árlega snjóbretta- og tónlistarhátíð AK Extreme var haldin. Fjöldi fólks safnaðist saman í Gilinu á laugardag og fylgdist með keppendum stökkva ýmist á snjóbretti, skíðum og vélsleðum. Einnig var mikið um lifandi tónlist á skemmtistöðum bæjarins og heildina fór hátíðin mjög vel fram.

Maðurinn á bakvið ránstilraun á föstudagskvöldið í gæsluvarðhaldi til 11. apríl
Eins og Kaffið greindi frá um helgina var gerð ein tilraun til vopnaðs ráns á bar í miðbæ Akureyrar þegar maður í annarlegu ástandi hótaði starfsmanni með tveimur hnífum. Lögreglan var sem betur fer skammt undan þegar atvikið átti sér stað og yfirbugaði manninn ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra.  Engin meiðsl hlutust af en maðurinn var handtekinn og færður í fangaklefa en hann situr nú í gæsluvarðhaldi þangað til á morgun, 11. apríl. 

Hátíðin rólegri í ár
Lögreglan á Norðurlandi eystra segir í samtali við fréttastofu Rúv að hátíðin hafi verið ívið rólegri í ár en í fyrra og t.d. mun færri alvarleg mál komið upp. Þá voru 113 mál í ár sem komu á borð lögreglu en 118 mál sömu helgi á síðasta ári. Meðal þess sem kom upp í fyrra, 2017, voru fjögur fíkniefnamál, skemmdarverk, ólöglegur vopnaburður, sturlunarástand vegna fíkniefnaneyslu og tvær líkamsárásir. Einnig lagði lögregla hald á töluvert magn fíkniefna, bæði kannabis og harðari efna.

21 tekinn fyrir of hraðan akstur
Um helgina voru aðeins tveir kærðir fyrir vörslu fíkniefna og ein minniháttar líkamsárás átti sér stað. 21 var tekinn fyrir of hraðan akstur, fjórir fyrir ölvunarakstur og fimm fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða lyfja sem eru töluvert minni og alvarlegri mál í samanburði við sömu helgi fyrir ári síðan. Lögreglan var vel undirbúin fyrir helgina og Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við Rúv að tilraunin til vopnaða ránsins hafa verið langalvarlegasta mál helgarinnar. Þess fyrir utan hafi hátíðin í heild sinni gengið ágætlega fyrir sig.

Sjá einnig: 

Tilraun til vopnaðs ráns á Akureyri

118 verkefni á borð lögreglu um helgina

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó