10 bestu – Hjalti Rúnar

10 bestu – Hjalti Rúnar

Nýjasti viðmælandi Ásgeirs Ólafs í hlaðvarpinu 10 bestu er Hjalti Rúnar Jónsson, leikari. Hjalti mætir með sín 10 uppáhaldslög í Podcast stúdíó Akureyrar og ræðir við Ásgeir.

„Hann leikur í nýrri uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Benedikt Búálfi og leikur þar tvö stór hlutverk. Hann lék í kvikmyndinn Ikingut annað aðalhlutverkið þegar hann var aðeins 9 ára gamall og kynntist lífinu almennilega meðan á því stóð.Hann er tilfinningavera og þorir að tala um þær. Einu sinni mótmælti hann því að vera skutlað í sund og taldi hann bílstjórann ætla að kála sér. Hann mótmælti alltaf á fimmtudögum á skólalóðinni. Hann er sonur fyrrverandi leikhússtjóra LA og leikstjóra kvikmyndarinnar Regínu, Maríu og Bróa Ben. Hjalti er hálfbróðir Eyvindar Karlssonar.Í bland við þennan frábæra 10 laga lista sem þessi frábæri listamaður mætti með, kom margt upp á yfirborðið hjá honum. Meðal annars gömul skólaást sem hann telur sig vera kominn yfir en lagði hann í ástarsorg aðeins 13 ára gamall.Hlustaðu á þetta frábært viðtal við jákvæðann Hjalta Rúnar Jónsson hér,“ segir Ásgeir um þáttinn.

Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó