10 bestu – Árni Beinteinn

10 bestu – Árni Beinteinn

Leikarinn Árni Beinteinn Árnason er gestur Ásgeirs Ólafs í nýjasta þætti hlaðvarpsins 10 bestu.

„Leikarinn Árni Beinteinn kíkti með sín 10 bestu lög. Hann leikur Benedikt búálfi í uppfærslu Leikfélags Akureyrar. Eða „Benna“ eins og Árni vill kalla hann. Fullt hefur verið út úr húsi á allar sýningar og mærir hann meðleikara sína í viðtalinu mjög. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hann komið víða við og er nýgiftur og eignuðust það lítinn mola, hann Aron Beintein í apríl 2020. Af hverju heita allir bræðurnir og sonur hans Beinteinn? Hann er í hljómsveitinni Haf, hann semur tónlist og skrifaði hann handrit að útvarpsleikriti aðeins 10 ára gamall. Geri aðrir betur.Hann ræddi covid stuttlega, fjölskylduhagina, LA, framtíðina og það kom mér á óvart hvernig draumaárið hans lítur út. Gott viðtal við Benedikt búalf, Árna Beintein,“ segir Ásgeir um þáttinn sem þú getur hlustað á í spilaranum hér að neðan.

Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó