Framsókn

10 ára afmælistónleikar Olgu

10 ára afmælistónleikar Olgu

Olga Vocal Ensemble á 10 ára starfsafmæli í ár og af því tilefni ætlar hópurinn að halda tónleika víðs vegar um Ísland en tónleikaferðalagið byrjar á laugardaginn fyrir norðan. 

Laugardagur 8. júlí

14:00 Siglufjarðarkirkja – Þjóðlagahátíðin á Siglufirði

21:00 Hótel Blönduós

Sunnudagur 9. júlí

17:00 Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Mánudagur 10. júlí

20:00 Tónlistarstundir í Egilsstaðakirkju

Þriðjudagur 11. júlí

20:000 Sumartónleikar í Djúpavogskirkju

Fimmtudagur 13. júlí

20:00 Háteigskirkja


Olga Vocal Ensemble
 er alþjóðlegur sönghópur sem var stofnaður í byrjun árs 2013 og fagnar því 10 ára starfsafmæli í ár. Hópurinn hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi sumarið 2013 og hefur heimsótt Ísland á hverju ári síðan þá, að undanskildu árinu 2020. Hópurinn er skipaður 5 söngvurum, 3 eru búsettir í Hollandi og 2 á Íslandi.
Meðlimir Olgu eru Hollendingarnir Jonathan Ploeg, tenór og Arjan Lienaerts, baritón, Englendingurinn Matthew Lawrence Smith, tenór, rússneski Bandaríkjamaðurinn Philip Barkhudarov, bassi og Pétur Oddbergur Heimisson, bass-baritón.
Olga hefur haldið tónleika víðs vegar um heiminn, í Bandaríkjunum, Hollandi, Frakklandi, Belgíu, Spáni og á Íslandi. Hópurinn hefur gefið út 5 geisladiska, fyrsti diskurinn kom út árið 2013, Vikings kom út árið 2016, It’s a Woman’s World kom út árið 2018, Aurora og Winter Light komu út árið 2021 en að auki var Aurora gefinn út á vinylplötu.
Hægt er að finna allt efni Olgu á Spotify auk þess sem ýmislegt leynist á YouTube rás hópsins. 

www.olgavocalensemble.com

VG

UMMÆLI

Sambíó