NTC

Zipline Akureyri opnar í júní

Zipline Akureyri opnar í júní

Zipline Akureyri opnar í júní en boðið verður upp á Ziplínu leiðangur niður Glerárgil. Stefnt er að því að opna um Hvítasunnuhelgina.

„Við bjóðum upp á Ziplínu leiðangur niður Glerárgil, sem er skógi vaxin náttúruperla í miðjum bænum. Eins og allir vita er alltaf gott veður á Akureyri og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í sumar,“ segir í tilkynningu Zipline Akureyri á Facebook.

Á vef fyrirtækisins er hægt að skrá sig á póstlista sem færir fréttir af opnunartilboðum og fleiru.

Sambíó

UMMÆLI