Yfir fjögur þúsund bólusett á Akureyri í vikunni

Yfir fjögur þúsund bólusett á Akureyri í vikunni

Það gekk vel að bólusetja Akureyringa í liðinni viku. Í vikunni voru 4126 einstaklingar bólusettir á Slökkvistöðinni á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliðinu á Akureyri.

Á þriðjudag voru 1276 bólusettir, 1530 á miðvikudaginn og í gær voru samtals 1320 bólusettir.

„Flottir dagar í bólusetningu. Samtals 4126 axlir stungnar þessa vikuna. Nýtt héraðsmet á miðvikudeginum. Vel gert HSN, Slökkvilið, Lögreglan og Súlur! Vel gert þið öll,“ segir í tilkynningu slökkviliðsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó